Jökulbreiða

 

Stærstu jöklar eru kallaðir jökulbreiður. Flatarmál jökulsins verður að vera meira en 50 þúsund km² til að hann sé kallaður jökulbreiða. Flatarmál Grænlandsjökuls er 1,7 milljón km² sem er meira en samanlagt flatarmál Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.

 

Grønland
Á myndinni sérð þú kort af Grænlandi.

Nær allt Grænland er hulið þykkum ís. Sumstaðar er ísinn meira en 3 km þykkur. Grænlandsjökull hefur verið til lengi. Vísindamenn telja að hann hafi byrjað að vaxa fyrir 3–4 milljónum ára. Þó að jökulinn sé stór eru engu að síður jökullaus svæði á Grænlandi, eins og þú getur séð á kortinu.

Smellið á áfram og sjáið hvernig jökulbreiða lítur út.

Áfram