Kelfing

 

Þegar jökultunga flæðir út í hafið fara ísjakar að brotna framan af henni og sagt er að jökulinn kelfi. Ísjakar myndast þegar hlutar jökulsins brotna framan af honum í sjónum.

 

Fylgist með þessu skýringar myndskeiði sem sýnir hvað gerist þegar stórir jakar kelfa framan af jöklinum. Á næsta myndskeiði getur þú séð hvernig þetta lítur raunverulega út.


Á þessu myndskeiði getur þú fylgst með hvað gerist þegar alvöru jökull kelfir. Helheim er jökultunga á suðaustur Grænlandi og hreyfist einna hraðast allra jökla á Grænlandi. Á þessu myndskeiði getur þú séð þegar mjög stór jaki brotnar framan af Helheim jöklinum.


Þetta myndskeið sýnir hvernig leysingarvatn getur auðveldað kelfingu. Vatn af yfirborði jökulsins fer í gegnum jökulinn niður á botn hans þar sem það rennur svo út í fjörðinn. Þar sem vatn rennur undir jöklinum byrjar jökulinn að renna á botninum og jökulinn hreyfist því hraðar út í fjörðinn þar sem hann brotnar svo upp í ísjaka.

 

 

Áfram