Vatnshringrásin

 

Heildar magn vatns á plánetunni okkar er fast. Það þýðir að áður fyrr var sama magn af vatni á Jörðinni og er á henni í dag. Vatnið getur verið geymt í mismunandi vatnsforðabúrum. Langmest af vatninu er í höfunum. Hluti þessi er síðan sem vatnsgufa í lofthjúpnum, dropar í skýjum, vatn í stöðuvötnum, grunnvatn, snjór á landi og jöklar.

 
Fylgdu tölunum og sjáðu á skýringarmyndinni hvað er að gerast.:

1) Vatn gufar upp úr höfunum og þéttist í ský

2) Skýin færast yfir meginlöndin og vatnið úr þeim fellur sem rigning eða snjór

3) Hluti úrkomunnar ferðast aftur til sjávar með lækjum og ám

4) Hluti úrkomunnar hripar niður í grunnvatn eða safnast fyrir í stöðuvötnum

5) Hluti úrkomunnar gufar upp eða er nýttur af plöntum

6) Hluti snjókomunnar verður að jöklum, hveljöklum og jökulbreiðum.