Mammútar á sjávarbotni

 

Þetta er mynd af uppstoppuðum Mammút. Mammútar voru stór spendýr lík fílum sem lifðu í Norðurevrópu á seinasta jökulskeiði. Á hverju ári fá fiskimenn í Norðursjó mikið af beinagrindum af mammútum af sjávarbotni í netin hjá sér. En lifðu mammútarnir í sjónum eða féllu þeir í sjóinn? Athugum hvað gerðist.

 

mammut

Sjávarborð á seinasta jökulskeiði

Á seinasta jökulskeiði, frá því fyrir um 120 til 12 þúsund árum, voru mun meiri jöklar á landi heldur en eru í dag. Þar sem mikið vatn var bundið á landi í jökulbreiðunum var sjávarborð 120 m lægra heldur en það er nú. Þetta lága sjávarboð þýddi að þurrt land var á svæðum sem nú er haf.

Doggerland, Atlantis norðursins

Doggerland
Einn af stöðunum sem var þurrt land á seinasta jökulskeiði en er nú hulið hafi er svæði sem við köllum í dag Doggerland. Á kortinu getur þú séð hvernig menn halda að það hafi litið út.

Doggerland var beitisvæði fyrir mammúta, hreindýr og önnur landdýr. Svæðið var hugsanlega einnig veiðilendur Neanderdalsmanna. Svæðið var því staður þar sem fjöldi dýra lifði og dó. Þess vegna finnast beinagrindur þeirra þar. Doggerland fór undir sjó þegar jökulbreiðurnar bráðnuðu og er í dag botn Norðursjávar.

 

Mammut_og_menneske

Áfram