Loftslagsbreytingar

 

Lofslagið er ekki alltaf eins. Eins og þú sást áður þá er lofslagið breytilegt eftir því hvar maður er á jörðinni. Lofslagið á hverjum stað er svo heldur ekki eins á mismunandi tímabilum.

 

Stórfelldar loftslagbreytingar

istider Stórfelldar lofslagbreytingar sem við höfum talað um áður eru breytingarnar á milli jökul- og hlýskeiða. Jökulskeiðin verða vegna þess að meðalhitastig á Jörðinni lækkar, þ.e. loftslagið breytist. Jökulskeið varir í u.þ.b. 100 þúsund ár og hlýskeið varir í allt að 30 þúsund ár. Seinasta jökulskeiði lauk fyrir um 12–14 þúsundum árum.

Minniháttar loftslagsbreytingar

Loftslagið getur breyst innan hvers jökul- eða hlýskeiðs, þó með smá breytileika. Á þennan hátt getur hlýskeið haft bæði hlý og köld tímabil. Við skoðum nú tvö dæmi.

 
Photo taken by Hamish Laird of expeditionsail.com. Public domain.

Photo taken by Hamish Laird of expeditionsail.com. Public domain.

Myndin sýnir endurbyggða kirkju Norrænna manna á Grænlandi.

Norrænir menn á Grænlandi

Þegar Norrænir menn tóku að setjast að á Grænlandi í kringum árið 1000 var loftslagið nægjanlega hlýtt til að hægt var að rækta korn. Talið er að á miðri fjórtánduöld væri aftur á móti orðið svo kalt að uppskeran brást ár eftir ár og Norrænir menn urðu að yfirgefa Grænland eða deyja drottni sínum.


 
Litla ísöldin

Kalda tímabilið sem fylgdi hlýindunum á Víkingaöld er kallað litla ísöld. Tímabilið var ekki raunveruleg ísöld en það var þó mjög kalt tímabil. Litla ísöldin varði frá því um 1350 og fram yfir 1900. Í Evrópu voru sérstaklega vetur mun kaldari heldur en þeir eru nú.

 “Thames-á frosin”, 1677. Painter: Abraham Hondius.

“Thames-á frosin”, 1677. Málari: Abraham Hondius.

Málverk af ánni Thames, sem rennur í gegnum London, alveg ísilagðri. Málverkið er frá 1677; í dag myndi Thames ána aldrei leggja alveg.


 

drivhuseffekt

Loftslagbreytingar af manna völdum.

Hiti í neðri hluta lofthjúpsins hefur hækkað seinustu aldir. CO2 hefur aukist í lofthjúpnum vegna bruna á kolum og olíu og þess vegna hlýnar. Sá bruni eykur gróðurhúsaáhrifin en þau valda hlýnun á Jörðinni.

Áfram