8 klukkustundum síðar… hellirinn er tilbúinn. Hér getur þú séð hversu hreinn og gegnsær ísinn er í rauninni í stærstum hluta jökulsins.
Í hellinum getum við mælt marga mismunandi hluti. Meðal annar hversu hratt ísinn skríður og hversu hratt hellirinn hnígur saman..
Ísinn næst botninum aflagast líkt og mjúk karamella. Farg jökulsins fyrir ofan þrýstir niður á ísinn við botninn og ísinn við botninn smyrst út yfir undirlagið.
Á þessu myndskeiði getur þú séð hvernig hellirinn lokast á tæpum 24 tímum.