Myndun og eðli jökla

 

Í eftirfarandi hluta skoðum við hvernig jöklar myndast og hvernig þeir hegða sér. Jöklar myndast þegar snjór sem fellur á vetrum nær ekki að bráðna á sumrum mörg ár í röð.

 

Snjór á sumrin

Snjóskafl í fjöllunum sem nær ekki að bráðna alveg í burtu yfir sumarið

Til að mynda jökul þarf að uppfylla þrjár forsendur.

  1. Það verður að snjóa á vetrum
  2. Það verður að vera nægjanlega kalt á sumrum til að snjórinn ná ekki allur að bráðna burtu
  3. Þetta þarf að gerast mörg ár í röð

Áfram