Hátt í fjöllunum

 

Það eru einnig jöklar hátt í fjöllum, jafnvel þó að þau séu langt frá heimsskautasvæðunum. Þetta er vegna þess að hitastig lækkar með hæð.

 

Þetta er mynd af Kilimanjaro í Tansaníu. Fjallið er 5900 m hátt og er hæst fjall Afríku. Jafnvel þó að það sé mjög heitt í Tansaníu er nægjanlega kalt á toppi fjallsins til að jöklar þrífist. Þessir jöklar eru reyndar að bráðna burt vegna hnatthlýnunar undanfarna áratugi.

Kilimanjaro

Vissir þú að hitastig lækkar um 0.5 til 1°C fyrir hverja 100 m hækkun. Þetta þýðir að á toppi hæstu byggingar heims, Burj Khalifa í Dubai, sem er 800 m há, er a.m.k. 4 gráðum kaldar heldur en niður við jörð framan við bygginguna.



Áfram