Jaðar jökulbreiðunnar

 

Ásýnd jaðars jökulbreiðunnar getur veri mjög fjölbreytt. Stærstan hluta ársins er jaðarinn hulinn snjó en yfir sumarið bráðnar snjórinn og undirliggjandi ísinn kemur í ljós. Hér eru nokkur dæmi.

 
Randen af indlandsisen

© GEUS

Dæmi um jaðar Grænlandsjökuls.

Sumstaðar skríður ísinn bara eftir landslaginu. Ísinn er hulinn snjó næstum alveg að jaðrinum. Það eru lítil vötn við jaðarinn með bræðsluvatni frá jöklinum.


Copyright GEUS

© GEUS

Ísveggur á jaðri Grænlandsjökuls.

Á öðrum stöðum endar jökulinn í bröttum ísvegg. Bræðsluvatn getur myndað ár inni í jöklinum, líkt og hægt er að sjá hér þar sem vatn flæðir út úr göngum í jöklinum og myndar foss. Jökulár myndast við jökuljaðarinn.


Copyright GEUS

© GEUS

Dæmi um hvernig yfirborð jökulbreiðunnar getur litið út nærri jöðrunum.

Yfirborðið verður næstum því svart sumstaðar nærri jaðri jökulbreiðunnar. Þetta gerist þegar ryk safnast saman á yfirborðinu. Þú getur einnig séð hvernig vötn og ár myndast á jöklinum.


Áfram