Myndun jökla

 

Skýringamyndirnar þrjár sýna hvernig jöklar myndast. Í þessum og næsta hluta skoðum við í smáatriðum hvernig jöklar hreyfast og hvað það þýðir að segja að jökulinn sé í jafnvægi.

 
Copyright GEUS

Copyright GEUS

Jökull myndast þegar meiri snjór fellur á vetrum heldur en nær að bráðna á sumrum mörg ár í röð. Með hverju árinu sem líður stækkar snjóskaflinn því snjór hvers vetrar fellur ofan á snjóinn frá vetrinum á undan.


 

Copyright GEUS

Copyright GEUS

Þegar jökulinn þykknar þjappast snjórinn saman og breytist í ís. Ísinn byrjar svo að flæða niður undan halla. Að því kemur að tunga jökulsins er kominn svo langt niður að það er nægjanlega hlýtt til að það meiri ís bráðnar yfir sumarið en myndast yfir veturinn á þeim stað.


Copyright GEUS

Copyright GEUS

Jökultungan nær að lokum það langt niður að jafn mikill ís bráðnar þar og streymir að, að ofan. Ef loftslagið breytist ekki mun jökuljaðarinn haldast á sama stað því jafn mikill ís og kemur að ofan bráðnar. Þegar þetta gerist heldur jökulinn lögun sinni og sagt er að hann sé í jafnvægi.


Áfram