Gróðurhúsaáhrifin

 

Lofthjúpur Jarðarinnar virkar líkt og gróðurhús. Hann heldur hluta varmans frá sólinni við yfirborð Jarðarinnar. Þetta heldur jörðinni hlýrri og byggilegri fyrir menn. Gróðurhúsaáhrifin eru því af hinu góða.

 

Gróðurhúsalofttegundir

Drivhus
Lofthjúpurinn samanstendur aðallega af nitri (77%) og súrefni (21%), í seinustu tveim prósentunum eru margar aðrar lofttegundir. Nokkrar tilteknar lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum og halda Jörðinni þar með hlýrri.

Mikilvægustu gróðurhúsalofttegundirnar eru

  • Koltvísýringur, CO2
  • Metan, CH4
  • Díniturmónoxíð, N2O
  • CFC-gastegundir

Vatnsgufa er einnig ein af gróðurhúsalofttegundunum en dreifing hennar í lofthjúpnum er mjög ójöfn.

Trafik Við tölum um loftslagsbreytingar af mannavöldum vegna þess að við mennirnir höfum raskað náttúrulegum hlutföllum gróðurhúslofttegunda í lofthjúpnum. ko Við höfum t.d. aukið CO2 með því að brenna kolum og olíu.

Kolum og olíu er brennt til að kynda hús, knýja bíla og svo framvegis.

Metan er sérstaklega öflug gróðurhúsalofttegund og kemur meðal annars úr vindgangi kúa.

Áfram