Hveljöklar
Jökla má einnig finna á stöðum utan Grænlands og Suðurskautslandsins. En þó hvergi nærri jafn stóra og jökulbreiðurnar sem eru þar. Næst stærsta jökulgerðin er kölluð hveljöklar.
Sex stærstu hveljöklarnir á Íslandi, merktir inn á gervihnattamynd.
Það eru sex stórir hveljöklar á Íslandi, líkt og þú getur séð á kortinu auk margra smærri. Hveljöklar finnast einnig annarstaðar, t.d. í Noregi.