Samantekt
Þú hefur nú lært hvernig vatn getur geymst í þúsundir ára á landi í jöklunum. Þetta þýðir að þegar jöklarnir bráðna þá hækkar sjávarborðið og að á seinasta jökulskeiði var sjávarborð 120 m lægra en það er nú um stundir.
Tilraunir
Við höfum talað mikið um jökla á landi. En hvað með ísinn sem er á hafinu? Allt Norðurheimsskautið er hulið ís, en sá ís flýtur á hafinu. Hvað gerist þegar hafís bráðnar? Prófið að framkvæma aðra af tilraununum tveimur til að komast að því.
Af hverju hækkar sjávarborð ekki þó að hafísinn á Norðurskautinu bráðni?
Bráðnandi ísjaki – tilraun með ísmola