Í fótspor vísindamanna
Sjávarborðs breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið, sérstaklega á það hvaða svæði verða byggileg. Það er því mjög mikilvægt að þekkja hversu hratt jöklarnir bráðna um þessar mundir og hversu hratt þeir munu bráðna þegar fram í sækir. Þetta er flókið verkefni sem margi vísindamenn um allan heim vinna saman að.
Vísindamaður er sá sem vinnur að því að auka þekkingu mannkyns á einhverju vissu sviði. Til að verða vísindamaður þarf helst að ljúka háskólaprófi og hugsanlega taka doktorspróf. Hér að neðan getur þú kynnst nokkrum doktorsnemum sem vinna að jöklarannsóknum.