Sjávarborð
Ef meira bráðnar af jöklunum heldur en safnast á þá, þá minnka þeir. Vatnið sem var geymt í jöklinum í þúsundir ára rennur aftur til sjávar og sjávarborð hækkar.
Þessi mynd sýnir á af leysingarvatni á Grænlandsjökli.
Í Grænlandsjökli einum er svo mikið vatn geymt að sjávarborð myndi rísa um 7,4 m ef hann myndi allur bráðna. Sem betur fer mun það ekki koma að fullu fram fyrr en eftir margar aldir
Langar þig til að vita hvernig heimurinn liti út ef sjávarborð myndi hækka um 7 m? Smelltu þá hér.