Velkomin í Jöklaskólann

Þessi vefsíða er ætluð nemendum á aldrinum 12 til 14 ára. Hún er ætluð sem námsefni fyrir greinar eins og landafræði eða aðrar raungreinar.

Nemendurnir læra um loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á jökla og jökulbreiður og hvernig þessi ferli hafa áhrif á sjávarborðsbreytingar. Nemendurnir fræðast um grunnhugtök sem eru notuð í umræðunni um loftslagsbreytingar. Kennarinn hefur möguleika á að dýpkað námsefnið með ítarefni. Sjá má safn af krækjum á aðrar síður um svipað efni í flipanum til vinstri.

Farið er í gegnum eftirfarandi efni:

Jöklar: Grunnatriði um jökla, hveljökla og jökulbreiður auk þess hvar þessi fyrir brigði eru á Jörðinni.

Myndun og eðli jökla: Hvernig myndast jökull og hvernig hegða þeir sér. Nemandinn mun einnig kynnast kelfingu og hvernig jökulurð verður til.

Þegar jöklarnir bráðna: Hvað gerist þegar jöklarnir bráðna og hvað áhrif hefur það á sjávarborð.

Af hverju bráðna jöklarnir?: Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á jökla? Gróðurhúsaáhrifin eru einnig kynnt.

Í fótspor vísindamanna: Kynning á viðfangsefnum doktorsnema sem vinna við rannsóknir á jöklum og loftslagi.

Nemandinn getur flett í gegnum mismunandi efni. Það eru gagnvirkar spurningar öðru hverju í efninu og í lok hvers hluta er samantekt með æfingum og ýmsum umræðuatriðum.

Á síðunni með krækjusafninu má finna tengingar yfir á aðrar fjarnámssíður og heimasíður sem tengjast efninu. Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna eða með tillögur um viðbætur við síðuna.