Jöklar og loftslagsbreytingar
Sjávarborð hækkar með hlýnandi loftslagi. Þetta gerist bæði vegna bráðnunar jökla og varmaþenslu hafanna.
Sjávarborð hækkar með hlýnandi loftslagi vegna bráðnunar jökla. Sjávarborðið rís þó ekki aðeins vegna aukins leysingarvatns frá jöklum. Loftslagshlýnun veldur einnig hlýnun í höfunum og þegar vatn hitnar þenst það út. Þessi þensla veldur einnig sjávarborðshækkun.
Talið er að sjávarborðshækkunin sé allt eins tilkominn vegna hitaútþenslu eins og aukinnar jöklabráðnunar. Sjávarborð hefur hækkað um u.þ.b. 1,7 mm á ári síðan 1901. Þetta gefur heildar sjávarborðshækkun upp á 17 cm á 100 árum.